Næsta ár í Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun