Hægt að halda ályktuninni til streitu og gefa fólki fingurinn Elimar Hauksson skrifar 5. mars 2014 19:30 Brynjar segist spyrja sig hvort nauðsynlegt hafi verið að leggja tillöguna fram á þessum tímapunkti. vísir/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira