Íslendingar eiga sjálfir að ráða hraða ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 12:47 Þorsteinn Pálsson spyr hvers vegna ríkisstjórnin lét ekki ESB "um það óhæfuverk“ að slíta viðræðum, ef sambandið þrýsti á niðurstöðu, eins og forsætisráðherra gefi í skyn. vísir/gva Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira