Harðorður í garð Rússa Freyr Bjarnason skrifar 5. mars 2014 07:00 John Kerry ásamt bráðabirgðaforsetanum Olexander Túrtsjínov og forsætisráðherranum Arsení Jatsenjúk í Kænugarði í gær. Mynd/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í opinberri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stórveldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráðast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnisvarða um þá rúmlega áttatíu mótmælendur sem féllu í síðasta mánuði. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóðleg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræðinga sem búa til mismunandi túlkanir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rússlandi. Hann telur jafnframt að Úkraína gæti bæði orðið vinaþjóð Vesturlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mótmælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðaforsetinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur og varaði við því að ef Vesturlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landamærum Úkraínu hafi verið fyrirfram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rússlandi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu viðvörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir hermenn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski herinn á loft langdrægri tilraunaeldflaug frá tilraunasvæði sínu Kapustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira