Ráða flokkarnir við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun