Innlent

Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso

Bjarki Ármannsson skrifar
Það má segja að jóladraumurinn hafi ræst hjá veitingamönnum Caruso en atburðarás liðinnar viku hefur verið ævintýraleg. Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22.

„Nú erum við orðnir „partner-ar“ og erum mjög hamingjusamir með það,“ segir Þórir Gunnarsson, fyrrverandi veitingamaður á veitingastaðnum Jörundi. „Þetta er eina húsið á Íslandi sem hefur verið konungshöll, þó ekki hafi verið nema í 59 daga.“

Á mettíma hafa veitingamennirnir komið sér fyrir og hófu að elda fyrir gesti í hádeginu í dag. Öðrum jólaundirbúningi hefur verið vikið til hliðar.

„Ég er reyndar ekki búinn að gera neitt fyrir jólin,“ segir Jose Garcia, eigandi Caruso. „En ég átti eftir að kaupa jólagjöf handa konunni minni og ég sagði: Elskan, þú færð bara nýtt veitingahús í staðinn.“


Tengdar fréttir

Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum

José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu.

Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu

Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur.

Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu

Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða.

Caruso opnar á nýjum stað

"Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×