„Þetta er brot á dýraverndarlögum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. desember 2014 13:16 Frá Bessastaðatjörn gær. VÍSIR/VILHELM Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi og að dýraverndarlög hafi verið brotin. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á málinu en sérfræðingur stofnunarinnar segir málið nánast án fordæma. Hræ hestanna tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn voru hífð upp úr ísnum í gær og flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Útiganga hesta á Álftanesi hefur lengi verið við líði. Hestarnir sem drukknuðu í tjörninni voru í hópi 24 hrossa sem voru á haustbeit á svæðin á vegum Íshesta og hestamannafélagsins Sóta. Árni Stefán Árnason er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann hefur fylgst með Álftanesinu í tvö ár. Hann segir harmleikinn sem átti sér stað í Bessastaðatjörn vera grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt sé að rannsaka. „Þarna hefur hirðu- og kæruleysi átt sér stað að mínu mati,“ segir Árni. „Þetta eru brot á dýraverndarlögum varðandi aðbúnað.“ Árni hefur sent inn kvörtun til Matvælastofnunar vegna beitilandsins á Álftanesi þar sem hann benti á ýmsar hættur.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.VÍSIR/STEFÁN„Þetta er mikið flatlendi, ekkert um skjól. Hvergi skjól að sjá fyrir hestana, hvorki manngerð né náttúruleg. Þetta er svæði sem þarf að hafa mikið eftirlit með.“ Segir Árni en hann fullyrðir að Matvælastofnun muni rannsaka málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rannsókn á drukknun hestanna tólf í Bessastaðatjörn sé í raun þegar hafin, gagnaöflun og annað. Í framhaldinu munu sérfræðingar Matvælastofnunar fara á staðinn og skoða aðstæður. Jafnframt verða fulltrúar Íshesta, hestamannafélagsins Sóta og aðrir hlutaðeigandi kallaðir á fund. Árni og Sigríður benda bæði á að aldrei verði hægt að fullyrða hvað átti sér stað á Bessastaðanesinu, af hverju hrossin fóru út á ísilagða tjörnina eða hvenær hvenær ísinn brotnaði.Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes.VÍSIR/VILHELMLíklegt er að hestarnir hafi lent í hrakningum í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku og eru grunsemdir um að hrossin hafi verið í leit að skjóli. „Hafi það verið raunin þá er auðvitað um vítavert gáleysi að ræða af hálfu þeirra sem voru með hestana eða þess sem átti að sjá um hestana.“ Hérna vísar Árni í lög um dýravernd þar sem segir að eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Matvælastofnun hefur rétt til að kæra einstaklinga fyrir illa meðferð á dýrum og stofnunin tekur meintar grunsemdir um slíkt til skoðunar. Ef rannsókn leiðir í ljós slíkt hafi átt sér stað er það kært til lögreglu. Sigríður hjá Matvælastofnun bendir á að þegar litið er til sögu hesta á útigangi, í þeirri náttúru sem hér er að finna, þá verði að líta á málið sem afar sérstakt. Sjötíu þúsund hestar eru á útigangi og atvik sem þessi afar sjaldgæf. Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23 Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22 „Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57 Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi og að dýraverndarlög hafi verið brotin. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á málinu en sérfræðingur stofnunarinnar segir málið nánast án fordæma. Hræ hestanna tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn voru hífð upp úr ísnum í gær og flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Útiganga hesta á Álftanesi hefur lengi verið við líði. Hestarnir sem drukknuðu í tjörninni voru í hópi 24 hrossa sem voru á haustbeit á svæðin á vegum Íshesta og hestamannafélagsins Sóta. Árni Stefán Árnason er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann hefur fylgst með Álftanesinu í tvö ár. Hann segir harmleikinn sem átti sér stað í Bessastaðatjörn vera grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt sé að rannsaka. „Þarna hefur hirðu- og kæruleysi átt sér stað að mínu mati,“ segir Árni. „Þetta eru brot á dýraverndarlögum varðandi aðbúnað.“ Árni hefur sent inn kvörtun til Matvælastofnunar vegna beitilandsins á Álftanesi þar sem hann benti á ýmsar hættur.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.VÍSIR/STEFÁN„Þetta er mikið flatlendi, ekkert um skjól. Hvergi skjól að sjá fyrir hestana, hvorki manngerð né náttúruleg. Þetta er svæði sem þarf að hafa mikið eftirlit með.“ Segir Árni en hann fullyrðir að Matvælastofnun muni rannsaka málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rannsókn á drukknun hestanna tólf í Bessastaðatjörn sé í raun þegar hafin, gagnaöflun og annað. Í framhaldinu munu sérfræðingar Matvælastofnunar fara á staðinn og skoða aðstæður. Jafnframt verða fulltrúar Íshesta, hestamannafélagsins Sóta og aðrir hlutaðeigandi kallaðir á fund. Árni og Sigríður benda bæði á að aldrei verði hægt að fullyrða hvað átti sér stað á Bessastaðanesinu, af hverju hrossin fóru út á ísilagða tjörnina eða hvenær hvenær ísinn brotnaði.Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes.VÍSIR/VILHELMLíklegt er að hestarnir hafi lent í hrakningum í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku og eru grunsemdir um að hrossin hafi verið í leit að skjóli. „Hafi það verið raunin þá er auðvitað um vítavert gáleysi að ræða af hálfu þeirra sem voru með hestana eða þess sem átti að sjá um hestana.“ Hérna vísar Árni í lög um dýravernd þar sem segir að eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Matvælastofnun hefur rétt til að kæra einstaklinga fyrir illa meðferð á dýrum og stofnunin tekur meintar grunsemdir um slíkt til skoðunar. Ef rannsókn leiðir í ljós slíkt hafi átt sér stað er það kært til lögreglu. Sigríður hjá Matvælastofnun bendir á að þegar litið er til sögu hesta á útigangi, í þeirri náttúru sem hér er að finna, þá verði að líta á málið sem afar sérstakt. Sjötíu þúsund hestar eru á útigangi og atvik sem þessi afar sjaldgæf.
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23 Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22 „Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57 Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23
Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22
„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57
Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10