Er búin að bralla ýmislegt í gegnum tíðina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2014 14:30 "Ég fer með börnunum mínum, tengda- og barnabörnunum út að borða á góðum veitingastað,“ segir Esther Helga um fyrirætlanir kvöldsins. Vísir/GVA „Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga afmæli á Þorláksmessu. Þegar ég var barn hélt mamma alltaf upp á afmælið mitt og krakkarnir mættu samviskusamlega, enda voru mæðurnar glaðar að losna við þá svo þær gætu keypt jólagjafir og vesenast,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir hlæjandi spurð hvernig það sé að eiga afmæli á Þorlák. Svo vil ég vita af hverju Esther sé skrifað með h-i. „Ég heiti eftir ömmu minni sem var nefnd eftir danskri konu, þannig að h-ið hefur alltaf verið í okkar ætt,“ segir hún. Næst er það uppruninn. „Ég ólst upp í Reykjavík en móðurættin er úr Dýrafirði og föðurættin úr Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjum. Vestfirðir og Suðurlandið mætast í mér,“ upplýsir Esther Helga sem býr fyrir austan fjall en starfar í MFM miðstöðinni í Hlíðasmáranum í Kópavogi. Vílar sem sagt ekki fyrir sér að aka yfir eitt stykki heiði í vinnuna. Áður en ég hringdi í Esther Helgu gúgglaði ég nafnið hennar og datt þá inn í gamlan þátt með Hemma Gunn þar sem hún syngur Hamraborgina. „Já, ég er búinn að bralla ýmislegt í gegnum tíðina. Ég byrjaði snemma að syngja og læra það en ég varð líka ung móðir þannig að það teygðist svolítið á náminu. Meðan á því stóð söng ég í Óperukórnum, til dæmis í Sígaunabaróninum, sem var fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar.“ Esther Helga hélt til Bandaríkjanna, í Indíanaháskóla þar sem hún lauk einsöngs- og tónlistarfræðinámi. Þá var hún einstæð móðir með þrjú börn. „Það var dálítið átak að drífa sig út en ótrúlega gefandi,“ rifjar hún upp. „Við vorum mörg frá Íslandi í sama skóla, Sólrún Braga, Bergþór Páls, Þórunn Guðmunds og Erna Guðmunds, Ingibjörg Guðjóns, Sigurður Flosa og fleiri og fleiri, yndislegur hópur.“ Óperusmiðjan var eitt af því sem Esther Helga tók þátt í eftir að hún kom frá námi. Svo stofnaði hún Söngsmiðjuna þar sem hún kenndi fólki á öllum aldri, kallaði það síðar Söngsetur Estherar Helgu og var með námskeið fyrir lagvísa og laglausa. „Það var mikið fjör, fullt af sýningum á Hótel Íslandi, söngleikir, gospelkór og laglausi kórinn. Þetta var mitt aðalstarf næstu fimmtán árin, þar til ég venti mínu kvæði í kross,“ segir hún og heldur áfram. „Ég hafði glímt við átraskanir og matarfíkn og náði loks bata gegnum 12 spora starf. Í framhaldinu fór ég að læra að vinna með fólk sem átti við sama vanda að stríða og stofnaði MFM matarfíknarmiðstöðina árið 2006. Þar er eina meðferðin með göngudeildarsniði sem til er í heiminum í dag en margt hefur gerst á þeim árum sem ég hef verið að stússast í þessum málum.“ Í lokin er Esther Helga spurð um fyrirætlanir sínar í sambandi við stórafmælið í dag. Svarið er einfalt. „Ég fer með börnunum mínum, tengda- og barnabörnunum út að borða á góðum veitingastað. Þar njótum við þess að vera saman.“ Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga afmæli á Þorláksmessu. Þegar ég var barn hélt mamma alltaf upp á afmælið mitt og krakkarnir mættu samviskusamlega, enda voru mæðurnar glaðar að losna við þá svo þær gætu keypt jólagjafir og vesenast,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir hlæjandi spurð hvernig það sé að eiga afmæli á Þorlák. Svo vil ég vita af hverju Esther sé skrifað með h-i. „Ég heiti eftir ömmu minni sem var nefnd eftir danskri konu, þannig að h-ið hefur alltaf verið í okkar ætt,“ segir hún. Næst er það uppruninn. „Ég ólst upp í Reykjavík en móðurættin er úr Dýrafirði og föðurættin úr Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjum. Vestfirðir og Suðurlandið mætast í mér,“ upplýsir Esther Helga sem býr fyrir austan fjall en starfar í MFM miðstöðinni í Hlíðasmáranum í Kópavogi. Vílar sem sagt ekki fyrir sér að aka yfir eitt stykki heiði í vinnuna. Áður en ég hringdi í Esther Helgu gúgglaði ég nafnið hennar og datt þá inn í gamlan þátt með Hemma Gunn þar sem hún syngur Hamraborgina. „Já, ég er búinn að bralla ýmislegt í gegnum tíðina. Ég byrjaði snemma að syngja og læra það en ég varð líka ung móðir þannig að það teygðist svolítið á náminu. Meðan á því stóð söng ég í Óperukórnum, til dæmis í Sígaunabaróninum, sem var fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar.“ Esther Helga hélt til Bandaríkjanna, í Indíanaháskóla þar sem hún lauk einsöngs- og tónlistarfræðinámi. Þá var hún einstæð móðir með þrjú börn. „Það var dálítið átak að drífa sig út en ótrúlega gefandi,“ rifjar hún upp. „Við vorum mörg frá Íslandi í sama skóla, Sólrún Braga, Bergþór Páls, Þórunn Guðmunds og Erna Guðmunds, Ingibjörg Guðjóns, Sigurður Flosa og fleiri og fleiri, yndislegur hópur.“ Óperusmiðjan var eitt af því sem Esther Helga tók þátt í eftir að hún kom frá námi. Svo stofnaði hún Söngsmiðjuna þar sem hún kenndi fólki á öllum aldri, kallaði það síðar Söngsetur Estherar Helgu og var með námskeið fyrir lagvísa og laglausa. „Það var mikið fjör, fullt af sýningum á Hótel Íslandi, söngleikir, gospelkór og laglausi kórinn. Þetta var mitt aðalstarf næstu fimmtán árin, þar til ég venti mínu kvæði í kross,“ segir hún og heldur áfram. „Ég hafði glímt við átraskanir og matarfíkn og náði loks bata gegnum 12 spora starf. Í framhaldinu fór ég að læra að vinna með fólk sem átti við sama vanda að stríða og stofnaði MFM matarfíknarmiðstöðina árið 2006. Þar er eina meðferðin með göngudeildarsniði sem til er í heiminum í dag en margt hefur gerst á þeim árum sem ég hef verið að stússast í þessum málum.“ Í lokin er Esther Helga spurð um fyrirætlanir sínar í sambandi við stórafmælið í dag. Svarið er einfalt. „Ég fer með börnunum mínum, tengda- og barnabörnunum út að borða á góðum veitingastað. Þar njótum við þess að vera saman.“
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira