Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa 23. desember 2014 07:15 Hilldur segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. Fréttablaðið/Auðunn/Einkasafn 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn. Jólafréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn.
Jólafréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira