Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifa 23. desember 2014 07:15 Hilldur segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. Fréttablaðið/Auðunn/Einkasafn 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn. Jólafréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út en það var starfsmaður verslunarinnar, förðunarfræðingurinn Hildur Líf Higgins, sem stöðvaði ránið. Hildur ræddi við konuna, róaði hana og fékk hana til þess að setjast niður. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það," segir Hildur í samtali við fréttastofu.Gréta Baldursdóttir verslunarstjóriHrósar Hildi Gréta Baldursdóttir, verslunarstjóri Make Up Gallery, segir viðbrögð Hildar henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfirvegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir konuna hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Konan tók hnífinn ófrjálsri hendi í versluninni Nettó, sem einnig er á Glerártorgi. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfsfólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunnar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar.Hér má sjá Hildi Líf og eiginmann hennar, en þau giftu sig þann 14. september í ár.Áberandi í fjölmiðlum Hildur Líf hefur verið þekkt hér á landi í nokkur ár, en hún vakti fyrst athygli sem fyrirsæta. Hildur Líf vakti svo mikla athygli að Anna Gunndís Guðmundsdóttir var fengin til að leika Hildi Líf í áramótaskaupinu árið 2011. Í maí sagði Vísir frá því að Hildur Líf hefði fundið ástina. Hildur sagði þá frá kynnum sínum við bandaríska lögfræðinemann Albert Higgins. Í september sagði Vísir frá því að parið hefði gift sig. Hildur sagði þá frá því að Albert hefði hannað hennar hring sjálfur. „Hann er yndislegur maður sem getur allt," sagði Hildur þá um eiginmann sinn.
Jólafréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira