Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2014 19:45 Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30