Fyrrverandi leyniskytta nú fjölskyldufaðir í Kópavogi Edda Sif Pálsdóttir skrifar 27. október 2014 15:10 17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
17 ára gamall ákvað Daninn Martin Christensen að ganga í herinn. Stuttu síðar stökk hann vopnaður og vígbúinn út úr flugvél með fallhlíf og lenti í Kósovó. Þar sá hann hrikalega hluti, hús sem brennd höfðu verið til grunna, íbúar þeirra bundnir, brenndir og dánir, mæður með börnin sín í fanginu. „Ég var enn bara strákur. Þetta var spennandi en samt var maður alltaf skíthræddur. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Ég trúði því að ég væri að fara að bjarga heiminum en svo var þetta allt aðeins stærra en maður reiknaði með,“ segir Martin sem býr nú ásamt konu sinni, Jóhönnu Björgu Christensen ritstjóra, og þremur börnum þeirra í Kópavogi. „Einu sinni var ég næstum því búinn að skjóta strák. Hann kom hlaupandi út með leikfangaskammbyssu. Það var farið að rökkva og við sáum ekki alveg hvað var í gangi. Við sögðum honum að stoppa en hann stoppaði ekki. Ég skaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum en svo kom í ljós að þetta var átta ára strákur sem var bara með leikfangabyssuna sína úti að leika. Þetta var svakalegt og út af þessu fá krakkarnir mínir engar leikfangabyssur.“ Árið 2003 stóð til að Martin færi með danska hernum til Írak en stuttu fyrir brottför setti Jóhanna honum stólinn fyrir dyrnar og vildi ekki að hann færi út aftur. Vinur Martins tók plássið en nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn. Hann var fyrsti Daninn sem lét lífið í Írak. Þau Jóhanna fluttu til Íslands árið 2004 eftir sex og hálft ár í hernum. Martin lærði til smiðs og hefur unnið sem slíkur og einnig starfað á sambýli fyrir einhverfa. Hann segir hafa reynst sér best að tala um reynslu sína úr hernum við vini og fjölskyldu. Hann veit til þess að nokkrir félagar hans hafi einfaldlega misst vitið eftir að heim var komið. Einn þeirra flutti út í skóg ásamt tveimur hundum þar sem hann veiðir sér til matar, annar sprengdi fjölskylduna sína í loft upp síðasta sumar á afmælisdegi sonar síns. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Martin í heild sinni úr nýjasta þætti Íslands í dag.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira