Er að vakna skaðabótaskylda? Ögmundur Jónasson skrifar 27. október 2014 07:00 Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun