Lífið

Vildi ekki fara í lýtaaðgerð

Julia Roberts er ekki hrifin af lýtaaðgerðum.
Julia Roberts er ekki hrifin af lýtaaðgerðum.
Julia Roberts segist hafa tekið mikla áhættu á kvikmyndaferli sínum með því að fara ekki í andlitslyftingu þegar hún var á fertugsaldri.

Leikkonan segist vera undantekningartilfelli í Hollywood því hún vill frekar eldast á náttúrulegan hátt en að gangast undir lýtaaðgerð.

Ummælin koma skömmu eftir að Renee Zellweger steig gjörbreytt fram í sviðsljósið eftir alls kyns lýtaaðgerðir.

„Á mælikvarða Hollywood hef ég líklega tekið mikla áhættu með því að fara ekki í andlitslyftingu,“ sagði hin 45 ára Roberts í viðtali þar sem hún kynnti tískumerkið Lancome.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.