Van Gaal: Ég stefni alltaf á fyrsta sæti Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 14:40 Louis van Gaal á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty Hollendingurinn Louis van Gaal var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi á Old Trafford í dag. Hann sagði United vera stærsta félag heims þar sem það er þekkt um víða veröld, en ekki væri hægt að líta á það sem besta liðið í úrvalsdeildinni þar sem United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð. Van Gaal gekk inn í salinn í dag ásamt Bobby Charlton, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, og beindi fyrstu orðum sínum að heimsmeistaranum fyrrverandi. „Fyrst og fremst vil ég þakka Bobby Charlton, Sir Bobby Charlton. Ég hef komið á Old Trafford áður með Barcelona og Bayern en að rölta um völlinn með Sir Bobby Charlton er mikill heiður og ég er stoltur að hafa fengið að vera með honum,“ sagði Van Gaal. Aðspurður hvers stuðningsmenn United mega búast við af honum sagði Van Gaal: „Ég mun gera mitt allra besta. Það er aldrei hægt að spá í neitt því maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er stærsta félag í heimi og ég veit hversu miklu máli stuðningsaðilarnir og stuðningsmennirnir skipta.“ „Nú þarf ég að fara að undirbúa lið og aðlagast þessu stóra félagi. Það verður ekki auðvelt en ég mun gera mitt allra besta. Þegar litið er yfir ferilinn minn er hægt að sjá hvað ég hef unnið. Framtíðin leiðir svo í ljós hvort ég geti haldið áfram að vinna.“Van Gaal sagði það mikinn heiður að kynnast Bobby Charlton.vísir/gettyHollendingurinn ítrekaði margsinnis að United væri stærsta félag heims þar sem það er svo þekkt og allir vita hvað United er. En hvað varðar árangur liðsins á síðustu leiktíð hafði hann þetta að segja: „Þetta er stærsta félagið því það er þekkt um allan heim. En við vitum að í íþróttum ertu aldrei stærstur því þú þarft að sanna þig á hverju einasta ári. Á síðustu leiktíð var United í 7. sæti og því er það ekki besta liðið eða stærsta félagið.“ „Þetta er mikil áskorun vegna stærðar félagsins, en ég þjálfaði Ajax sem er stærst í Hollandi, Barcelona sem er stærst á Spáni og Bayern München sem er stærst í Þýskalandi. Núna er ég hjá United sem er númer eitt á Englandi. Vonandi get ég staðið undir væntingum stuðningsmannana.“Van Gaal stýrði Hollandi í þriðja sætið á HM.vísir/gettyUnited hefur keypt Luke Shaw og Ander Herrera í sumar, en nú vill Van Gaal sjá hvernig leikmennirnir standa sig undir hans stjórn áður en fleiri verða keyptir. „Mín aðferð er alltaf eins. Ég vil sjá leikmennina fyrstu 3-4 vikurnar og svo kaupi ég kannski fleiri menn. Shaw og Herrera voru á listanum og ég gaf samþykki fyrir því þeir eru góðir leikmenn. En nú vil ég sjá menn spila eftir minni aðferð,“ sagði Van Gaal. „Eigandinn og stjórnarformaðurinn hafa mikla trú á mér. Ég útskýrði fyrir þeim mína aðferð og þeir voru spenntir fyrir henni. Þess vegna er ég hérna. Svo þurfum við bara að bíða og sjá hvort ég standi undir væntignum.“ Aðspurður hver yrði fyrirliði sagði Van Gaal að allir leikmenn lisðins kæmu til greina. „Ég þarf að kynnast leikmönnunum fyrst þannig ég mun nota nokkrar vikur í að vinna út úr því. Það skiptir mig samt miklu máli hver er fyrirliði,“ sagði Van Gaal sem ætlar að finna störf fyrir Nicky Butt, PhilNeville og PaulScholes hjá félaginu.Van Gaal og Bobby Charlton með nýju United-treyjuna í dag.vísir/gettyManchester United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og var Van Gaal spurður á blaðamannafundinum hvort fjórða sætið, Meistaradeildarsæti, væri lágmarks krafa á næstu leiktíð. „Ég stefni alltaf á fyrsta sæti en ekki fjórða sæti,“ sagði Van Gaal en ítrekaði enn og aftur að ekki væri hægt að spá í hvað myndi gerast fótboltanum. „Nú þarf ég bara að sjá hvernig leikmennirnir spila undir minni aðferð og hversu fljótir þeir verða að skilja hana. Ég hef ekki unnið með flestum þeirra þannig við þurfum að sjá hvort leikmennirnir og þjálfarinn smelli,“ sagði Van Gaal. Nýi knattspyrnustjórinn er nýkominn af HM með Hollandi þar sem hann náði þriðja sæti. Hann sagðist hafa verið til í að fara í frí en það kom ekki til greina. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Hollendingurinn Louis van Gaal var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi á Old Trafford í dag. Hann sagði United vera stærsta félag heims þar sem það er þekkt um víða veröld, en ekki væri hægt að líta á það sem besta liðið í úrvalsdeildinni þar sem United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð. Van Gaal gekk inn í salinn í dag ásamt Bobby Charlton, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, og beindi fyrstu orðum sínum að heimsmeistaranum fyrrverandi. „Fyrst og fremst vil ég þakka Bobby Charlton, Sir Bobby Charlton. Ég hef komið á Old Trafford áður með Barcelona og Bayern en að rölta um völlinn með Sir Bobby Charlton er mikill heiður og ég er stoltur að hafa fengið að vera með honum,“ sagði Van Gaal. Aðspurður hvers stuðningsmenn United mega búast við af honum sagði Van Gaal: „Ég mun gera mitt allra besta. Það er aldrei hægt að spá í neitt því maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er stærsta félag í heimi og ég veit hversu miklu máli stuðningsaðilarnir og stuðningsmennirnir skipta.“ „Nú þarf ég að fara að undirbúa lið og aðlagast þessu stóra félagi. Það verður ekki auðvelt en ég mun gera mitt allra besta. Þegar litið er yfir ferilinn minn er hægt að sjá hvað ég hef unnið. Framtíðin leiðir svo í ljós hvort ég geti haldið áfram að vinna.“Van Gaal sagði það mikinn heiður að kynnast Bobby Charlton.vísir/gettyHollendingurinn ítrekaði margsinnis að United væri stærsta félag heims þar sem það er svo þekkt og allir vita hvað United er. En hvað varðar árangur liðsins á síðustu leiktíð hafði hann þetta að segja: „Þetta er stærsta félagið því það er þekkt um allan heim. En við vitum að í íþróttum ertu aldrei stærstur því þú þarft að sanna þig á hverju einasta ári. Á síðustu leiktíð var United í 7. sæti og því er það ekki besta liðið eða stærsta félagið.“ „Þetta er mikil áskorun vegna stærðar félagsins, en ég þjálfaði Ajax sem er stærst í Hollandi, Barcelona sem er stærst á Spáni og Bayern München sem er stærst í Þýskalandi. Núna er ég hjá United sem er númer eitt á Englandi. Vonandi get ég staðið undir væntingum stuðningsmannana.“Van Gaal stýrði Hollandi í þriðja sætið á HM.vísir/gettyUnited hefur keypt Luke Shaw og Ander Herrera í sumar, en nú vill Van Gaal sjá hvernig leikmennirnir standa sig undir hans stjórn áður en fleiri verða keyptir. „Mín aðferð er alltaf eins. Ég vil sjá leikmennina fyrstu 3-4 vikurnar og svo kaupi ég kannski fleiri menn. Shaw og Herrera voru á listanum og ég gaf samþykki fyrir því þeir eru góðir leikmenn. En nú vil ég sjá menn spila eftir minni aðferð,“ sagði Van Gaal. „Eigandinn og stjórnarformaðurinn hafa mikla trú á mér. Ég útskýrði fyrir þeim mína aðferð og þeir voru spenntir fyrir henni. Þess vegna er ég hérna. Svo þurfum við bara að bíða og sjá hvort ég standi undir væntignum.“ Aðspurður hver yrði fyrirliði sagði Van Gaal að allir leikmenn lisðins kæmu til greina. „Ég þarf að kynnast leikmönnunum fyrst þannig ég mun nota nokkrar vikur í að vinna út úr því. Það skiptir mig samt miklu máli hver er fyrirliði,“ sagði Van Gaal sem ætlar að finna störf fyrir Nicky Butt, PhilNeville og PaulScholes hjá félaginu.Van Gaal og Bobby Charlton með nýju United-treyjuna í dag.vísir/gettyManchester United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og var Van Gaal spurður á blaðamannafundinum hvort fjórða sætið, Meistaradeildarsæti, væri lágmarks krafa á næstu leiktíð. „Ég stefni alltaf á fyrsta sæti en ekki fjórða sæti,“ sagði Van Gaal en ítrekaði enn og aftur að ekki væri hægt að spá í hvað myndi gerast fótboltanum. „Nú þarf ég bara að sjá hvernig leikmennirnir spila undir minni aðferð og hversu fljótir þeir verða að skilja hana. Ég hef ekki unnið með flestum þeirra þannig við þurfum að sjá hvort leikmennirnir og þjálfarinn smelli,“ sagði Van Gaal. Nýi knattspyrnustjórinn er nýkominn af HM með Hollandi þar sem hann náði þriðja sæti. Hann sagðist hafa verið til í að fara í frí en það kom ekki til greina.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira