Viðskipti erlent

Umdeildar breytingar á merki Airbnb

Atli Ísleifsson skrifar
Mörgum þykir hið nýja merki svipa til kynfæra eða annarra líkamsparta.
Mörgum þykir hið nýja merki svipa til kynfæra eða annarra líkamsparta. Mynd/Airbnb
Vefsíðan Airbnb kynnti nýtt merki og útlit á síðunni í gær sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum og víðar. Mönnum þykir merkið svipa ýmist til kynfæra eða annarra líkamsparta, á meðan aðrir hafa hrósað síðunni fyrir hið nýja útlit.

Á vef BBC er haft eftir stofnanda síðunnar, Ben Wright, að stjórnendateymið hafi unnið að breytingunum  síðastliðið ár.

Á vefsíðunni Airbnb geta einstaklingar leigt íbúðir eða herbergi af öðru fólki án þess að fara í gegnum ferðaþjónustufyrirtæki eða hótel.

Síðan hefur víða verið lagalega umdeild, auk þess að yfirvöld telja sig verða af miklum skatttekjum vegna þessa fyrirkomulags. Þannig hefur ríkisskattstjóri hér á landi haft vefsíðuna og aðrar sambærilegar síður til skoðunar um nokkurt skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×