Ráðuneyti segir Hafnarfjarðabæ ekki eiga forkaupsrétt að kvóta Garðar Önr Úlfarsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Mikið ber í milli í mati atvinnuvegaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar á áhrifum brotthvarfs yfir helmings aflaheimilda úr bænum. Fréttablaðið/Stefán Atvinnuvegaráðuneytið segir ráðherra ekki geta stöðvað sölu Stálskipa á aflaheimildum frystitogarans Þórs HF-4 frá Hafnarfirði. Stálskip tilkynntu í lok janúar síðastliðins að Þór HF-4 hefði verið seldur til Rússlands. Sama dag óskaði fyrirtækið eftir því hjá Fiskistofu að aflaheimildir Þórs yrðu fluttar yfir á fimm önnur skip í eigu fjögurra útgerðarfélaga sem öll starfa utan Hafnarfjarðar.Bærinn telur kvótann geta þýtt 65 störf Aflaheimildirnar af Þór töldust vera yfir helmingur alls fiskveiðikvóta sem tilheyrði fyrirtækjum eða eigendum með heimilisfesti í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld töldu bæinn eiga forkaupsrétt sem honum hefði ekki verið gefið færi á að nýta. Í erindi Hafnarfjarðarbæjar til atvinnuvegaráðuneytisins vegna málsins var vísað til þess að Fiskistofa hefði hvorki tilkynnt bæjarfélaginu né ráðuneytinu um söluna á skipinu og kvótanum. Við meðferð málsins hjá ráðuneytinu kom fram að Hafnarfjörður taldi hvarf kvótans úr bænum hafa verulega neikvæð áhrif í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Var það rökstutt með því að yrði kvóti Þórs nýttur af einu línuveiðiskipi og þremur til fjórum minni bátum myndi það veita um 65 manns atvinnu. Ráðuneytið hafnar þessu.Átta starfsmenn úr 26 þúsund manna bæ „Þar sem sveitarfélagið stundar ekki útgerð fiskiskipa hefur Hafnarfjarðarkaupstaður ekki forræði á fyrirkomulagi eða formi þeirra veiða, sem mögulega yrðu stundaðar á grundvelli umræddra aflaheilda Þórs HF-4,“ segir ráðuneytið sem telur að meta eigi neikvæðu áhrifin af sölunni fyrir Hafnarfjörð miðað við áhrifin sem útgerð Þórs HF-4 hafi í raun haft í bænum. Þór hafi verið frystitogari og aflinn ekki unninn í landi. Af 37 manna áhöfn hafi aðeins átta verið búsettir í Hafnarfirði þar sem íbúafjöldinn sé 26 þúsund manns. „Ef þannig er gert ráð fyrir mestu mögulegri fækkun starfa eða fækkun íbúa í sveitarfélaginu vegna uppsagnar áhafnarinnar og framsals aflaheimilda skipsins úr sveitarfélaginu verða áhrifin óveruleg,“ segir ráðuneytið sem kveður forkaupsréttarákvæði þar með ekki uppfyllt. Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsti vonbrigðum með að ráðherra „telji ekki skilyrði til að hlutast til um ráðstöfun aflaheimilda úr sveitarfélaginu“. Bærinn hyggst stefna Stálskipum og fól lögmanni sínum að vinna áfram að málinu. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið segir ráðherra ekki geta stöðvað sölu Stálskipa á aflaheimildum frystitogarans Þórs HF-4 frá Hafnarfirði. Stálskip tilkynntu í lok janúar síðastliðins að Þór HF-4 hefði verið seldur til Rússlands. Sama dag óskaði fyrirtækið eftir því hjá Fiskistofu að aflaheimildir Þórs yrðu fluttar yfir á fimm önnur skip í eigu fjögurra útgerðarfélaga sem öll starfa utan Hafnarfjarðar.Bærinn telur kvótann geta þýtt 65 störf Aflaheimildirnar af Þór töldust vera yfir helmingur alls fiskveiðikvóta sem tilheyrði fyrirtækjum eða eigendum með heimilisfesti í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld töldu bæinn eiga forkaupsrétt sem honum hefði ekki verið gefið færi á að nýta. Í erindi Hafnarfjarðarbæjar til atvinnuvegaráðuneytisins vegna málsins var vísað til þess að Fiskistofa hefði hvorki tilkynnt bæjarfélaginu né ráðuneytinu um söluna á skipinu og kvótanum. Við meðferð málsins hjá ráðuneytinu kom fram að Hafnarfjörður taldi hvarf kvótans úr bænum hafa verulega neikvæð áhrif í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Var það rökstutt með því að yrði kvóti Þórs nýttur af einu línuveiðiskipi og þremur til fjórum minni bátum myndi það veita um 65 manns atvinnu. Ráðuneytið hafnar þessu.Átta starfsmenn úr 26 þúsund manna bæ „Þar sem sveitarfélagið stundar ekki útgerð fiskiskipa hefur Hafnarfjarðarkaupstaður ekki forræði á fyrirkomulagi eða formi þeirra veiða, sem mögulega yrðu stundaðar á grundvelli umræddra aflaheilda Þórs HF-4,“ segir ráðuneytið sem telur að meta eigi neikvæðu áhrifin af sölunni fyrir Hafnarfjörð miðað við áhrifin sem útgerð Þórs HF-4 hafi í raun haft í bænum. Þór hafi verið frystitogari og aflinn ekki unninn í landi. Af 37 manna áhöfn hafi aðeins átta verið búsettir í Hafnarfirði þar sem íbúafjöldinn sé 26 þúsund manns. „Ef þannig er gert ráð fyrir mestu mögulegri fækkun starfa eða fækkun íbúa í sveitarfélaginu vegna uppsagnar áhafnarinnar og framsals aflaheimilda skipsins úr sveitarfélaginu verða áhrifin óveruleg,“ segir ráðuneytið sem kveður forkaupsréttarákvæði þar með ekki uppfyllt. Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsti vonbrigðum með að ráðherra „telji ekki skilyrði til að hlutast til um ráðstöfun aflaheimilda úr sveitarfélaginu“. Bærinn hyggst stefna Stálskipum og fól lögmanni sínum að vinna áfram að málinu.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira