Sprautunálar verði enn aðgengilegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2014 09:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að enn frekar megi auka aðgengi að sprautunálum. fréttablaðið/Anton Brink. Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“ Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira