Frjáls verslun Elín Hirst skrifar 17. júlí 2014 07:00 Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar