Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 13:55 Mynd/Svarta Kaffi Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid. Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid.
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26