Erlent

Pútín á leið til Krímskaga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá athöfninni í Moskvu í dag.
Frá athöfninni í Moskvu í dag. vísir/afp
Vladimír Pútím Rússlandsforseti er sagður vera á leið til Krímskaga á Sigurdeginum svokallaða en í dag fagna þau ríki sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum því þegar Þjóðverjar gáfust upp fyrir her Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni þann 9. maí árið 1945.

Í ræðu sinni í Moskvu fyrr í dag vottaði Pútín hermönnunum virðingu sína við hátíðlega athöfn en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði það vera synd ef Pútín notaði daginn sem átyllu fyrir því að heimsækja Krímskaga.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagst ætla að minnast sigursins með lágstemmdum hætti en þau óttast að aðgerðasinnar hallir undir Rússa muni reyna að efna til ofbeldis verði áberandi hátíðahöld.

Pútín minntist ekki einu orði á ástandið á Krímskaga í ræðu sinni í Moskvu en lagði áherslu á það hve mikilvægt væri að verja hagsmuni Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×