Innlent

Bæjarfulltrúar endurheimta launalækkun úr hruninu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarfulltrúar í Grundarfrði fá 10 prósent launalækkun til baka.
Bæjarfulltrúar í Grundarfrði fá 10 prósent launalækkun til baka. Fréttablaðið/Vlhelm
„Eftir hrun voru laun bæjarfulltrúa og nefnda lækkuð um 10 prósent og hefur skerðing bæjarfulltrúa ekki verið tekin til baka eins og hjá nefndum,“ segir í bókun bæjarráðs Grundarfjarðar sem samþykkti í gær að afturkalla þessa skerðingu.

Á fundi bæjarráðs höfðum menn til hliðsjónar samanburð á launum bæjarfulltrúa og nefnda Grundarfjarðar miðað við sambærileg sveitarfélög samkvæmt samantekt Sambands ísl. sveitarfélaga. Skerðingunni frá hruni verður skilað til baka frá og með næstu mánaðamótum.

Þá voru samþykkt að drög að launum bæjarfulltrúa og nefnda sem taka eiga gildi um næstu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×