Fótbolti

Hummels fór meiddur af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Mats Hummels fór meiddur af velli í 7-1 stórsigri Þýskalands á Brasilíu á HM í kvöld.

Hummels fór af velli í hálfleik en staðan var þá 5-0, Þjóðverjum í vil. Per Mertesacker, leikmaður Arsenal, kom inn á í hans stað.

Hummels hafði áður misst af leik í keppninna vegna flensu en hann sagði við fjölmiðla eftir leik að hann hafi verið að glíma við meiðslin síðustu daga.

„Ég ákvað því að fara af velli svo að meiðslin yrðu ekki verri. Nú fer ég í meðhöndlun og vona að ég geti spilað í úrlsitaleiknum á sunnudag,“ sagði Hummels.


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×