Einar: Við munum leita allra leiða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2014 16:45 Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar. Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar.
Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15