Einar: Við munum leita allra leiða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2014 16:45 Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar. Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar.
Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15