Handbolti

Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við

Uwe Gensheimer er á leið á HM.
Uwe Gensheimer er á leið á HM. vísir/getty
Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu.

Það er aftur á móti ekki Evrópuþjóð sem var að draga sig úr keppni og Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, ákvað að hleypa inn þjóðinni sem náði besta árangri á síðasta HM en komst ekki á mótið núna.

Þar eru Þjóðverjar efstir en liðið varð í fimmta sæti á síðasta HM sem var á Spáni.

Þjóðverjar töpuðu í umspili um laust sæti á HM fyrir Pólverjum og í kjölfarið var þjálfarinn, Martin Heuberger, rekinn. Alfreð Gíslason er efstur á óskalista þýska sambandsins og Dagur Sigurðsson kemur einnig til greina í starfið. Íslenskur þjálfari gæti því farið með Þjóðverjum á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×