Fólkið í blokkinni á hvíta tjaldið Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. júlí 2014 14:15 Fjölskyldan í blokkinni er tilbúin á hvíta tjaldið jólin 2015. „Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira