Innlent

Varasamir hálendisvegir

Gissur Sigurðsson skrifar
Mikil bleyta er á hálendinu, það því viðkvæmt og ættu menn að fara varlega, þeir sem þar skælast á farartækjum sínum.
Mikil bleyta er á hálendinu, það því viðkvæmt og ættu menn að fara varlega, þeir sem þar skælast á farartækjum sínum. visir/friðrik
Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum.

Að sögn Vegagerðarinnar hefur nokkuð borið á því að vegfarendur reyni að krækja fyrir þessa polla með því að aka utan vegslóða. Það flokkast undir utanvegaakstur, sem er stranglega bannaður, en jarðvegur utan slóða er nú mjög blautur og viðkvæmur fyrir skemmdum. Þá varar Vegaagerðin enn við jarðsigi á Siglufjarðarvegi og hvetur ökumenn til að sýna þar aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×