Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 11:00 Hafsteinn leikstýrði á annan veg sem endurgerð var í Hollywood sem Prince Avalanche. Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein