Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu Hjörtur Hjartarson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39