Skýringar fiskeldisfyrirtækja ótrúverðugar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 15:57 Orri Vigfússon. Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“ Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“
Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00
Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00
200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00