Innlent

Ísland í dag: Synirnir rökuðu af sér hárið til stuðnings mömmu

Sindri Sindrason skrifar
„Húsið mitt er opið öllum vinum og ættingjum og mér þykir vænt um stuðninginn,“ segir fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal sem greindist með krabbamein fyrir stuttu.

Ólöf sem að eigin sögn er frekar lokuð með sín einkamál, ætlar ekki að vera það í þessu tilfelli og vill miðla reynslu af sinni.

„Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá krabbamein,“ segir Ólöf sem segir gríðarlega mikilvægt að takast á við verkefni þetta á jákvæðan hátt. Hún segir erfitt að missa hárið en að það hafi hjálpað henni mjög að synirnir hafi tekið þátt og rakað sitt um leið.

Viðtal við Ólöfu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni hér að ofan


Tengdar fréttir

Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi

"Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×