Lögreglan beitti táragasi í Ferguson
Nú er rúm vika liðin frá því táningurinn Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu í borginni og hefur andrúmsloftið verið þrungið spennu æ síðan. Bráðabirgðakrufning hefur leitt í ljós að Brown var skotinn sex sinnum af löngu færi.
Flestir íbúar hverfisins, og þar á meðal Brown, eru svartir en lögregluliðið er að langmestu leiti skipað hvítum og segja ættingjar drengsins að hann hafi verið skotinn vegna hörundslitar síns.
Tengdar fréttir

Beittu táragasi á hóp mótmælenda
Einn er lífhættulega særður eftir átök mótmælenda og lögreglu í nótt.

Gáfu upp nafn lögreglumannsins sem skaut Michael Brown
Upprunalega sagði lögreglustjórinn að nafn hans yrði ekki gefið upp, þar sem honum og fjölskyldu hans hefðu borist lífshótanir.

Táragasi og reyksprengjum beitt gegn mótmælendum
Þetta var fjórða kvöld mótmæla vegna dauða ungs manns sem skotinn var af lögreglu.

Ríkisstjórinn hefur lýst yfir neyðarástandi og útgöngubann framundan
Miklar óeirðir standa yfir í bænum Ferguson í Missouri og hefur ríkisstjórinn lýst yfir neyðarástandi. Útgöngubann mun taka gildi í Ferguson á miðnætti og standa yfir til klukkan fimm í fyrramálið á staðartíma.

Ólga og óeirðir í Ferguson
Mikil ólga hefur verið í bænum Ferguson í Missouri allt frá því lögreglumaður skaut átján ára pilt um síðustu helgi.

Friðsamleg mótmæli í Ferguson - Samskipti leysa táragasið af hólmi
Ríkisstjóri Missouri skipaði fylkislögreglu að taka við af lögreglunni Ferguson og viðbúnaður lögregu breyttist gífurlega.

Rúmlega fimmtíu handteknir vegna mótmæla í Bandaríkjunum
Íbúar bæjarins Ferguson í Bandaríkjunum eru að mótmæla því að lögreglan hafi skotið óvopnaðan ungan mann.