Mótfallinn styttingu náms Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 22:08 Breytingar í farvatninu MR stefnir að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira