Lífið

Íslenskt módel heitur plötusnúður

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Edda og Mans eru vinir með líkan tónlistarsmekk og ákváðu að spila í partíi. Það vatt síðan upp á sig.
Edda og Mans eru vinir með líkan tónlistarsmekk og ákváðu að spila í partíi. Það vatt síðan upp á sig. Mynd/Edda
Edda Pétursdóttir fyrirsæta er annar plötusnúðanna í dúóinu NoShow sem var á dögunum nefnt sem eitt af níu bestu nýju plötusnúðunum á vefsíðunni style.com. Hún spilar ásamt Mans Ericson, vini sínum, í New York-borg.

„Ég á marga vini sem spila, meðal annars hefur kærastinn minn Eric Duncan spilað víðs vegar um heim,“ segir Edda spurð að því hvernig ferill hennar sem plötusnúður hófst. „Ég hef alltaf haft gaman af músík og ætli ég hafi ekki bara smitast út frá því.“

Að sögn Eddu spilar NoShow diskó-, dans- og house-tónlist og er markmiðið einfaldlega að fá fólk til þess að dansa. Það virðist takast hjá þeim þar sem á vefsíðunni segir: „Hvar sem þau spila fá þau fjöldann til að dansa.“

„Style.com er mjög virt vefsíða. Þar er talað um allt það sem er að gerast í tískuheiminum,“ segir Edda og því er hún ánægð með að minnst sé á dúóið í greininni.

Edda stefnir ekki á að gerast plötusnúður í fullu starfi, enda er nóg að gera hjá henni í fyrirsætugeiranum. Hún er nýbúin að taka þátt í stórum herferðum fyrir bæði Amazon og GAP sem birtast í blöðum eins og Vogue og Harpers Bazaar og á flennistórum skiltum víðs vegar um New York-borg þar sem hún er búsett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.