Lífið

Færa New York til Austurstrætis

Baldvin Þormóðsson skrifar
Félagarnir vinna nú hörðum höndum að því að opna staðinn.
Félagarnir vinna nú hörðum höndum að því að opna staðinn. vísir/daníel
„Ég er að láta gamlan draum rætast,“ segir Andrés Þór Björnsson en hann er að opna nýjan stað, Brooklyn Bar, í Austurstræti ásamt mági sínum Ómari Ingimarssyni.

„Þemað er New York og verður það bæði í matreiðslu og lúkki,“ segir Andrés en hann fékk listamanninn Örn Tönsberg til að mála og graffa staðinn að innan og utan.

„Við erum komnir með geggjað kolagrill hérna á bak við og verðum með dúndurbörgera, steikur og salöt, allt í anda New York-borgar.“

Sjálfur er Andrés Þór innanhússarkitekt og hafði gaman af því að takast á við það verkefni að endurhanna staðinn frá grunni.

New York-stemning Listamaðurinn Örn Tönsberg sá um að mála efri hluta staðarins.
„Við hreinsuðum allt út og gerðum allt upp á nýtt,“ segir Andrés en eins og Reykvíkingum er kunnugt þá var þarna Subway áður til húsa. „Mér fannst vanta einhvern svona alvöru New York-stað í Reykjavík,“ segir hann.

„Ég hef farið nokkrum sinnum og þetta þrönga hús sem er alveg klesst á milli var fullkomið fyrir þennan stað.“

Á staðnum verður ekki bara hægt að fá mat heldur verður dansþyrstum Reykvíkingum boðið upp á gríðarlegan fjölda bjórtegunda og kokteila, enda verður staðurinn opinn til 3 um helgar en félagarnir stefna að því að opna staðinn á Menningarnótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.