Fótbolti

Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alejandro Sabella.
Alejandro Sabella. Vísir/Getty
Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Sabella og leikmenn hans voru á æfingu í gær á meðan leik stóð en gerðu hlé frá æfingu til þess að horfa á leikmenn þýska liðsins einfaldlega valta yfir heimamenn.

„Fótbolti er óútreiknanlegur, það er það eina sem ég get sagt um þetta. Þetta voru ekki eðlileg úrslit en þetta sýnir að það er allt hægt í fótbolta,“ sagði Sabella sem átti ekki von á að breyta miklu fyrir leik liðsins gegn Hollandi í dag.

„Ég vill ekki gefa neitt mikið upp en ég geri ráð fyrir að Enzo Peréz muni taka sæti Angel Di Maria. Sergio Agüero er ekki tilbúinn til að byrja leikinn en við getum kallað í hann af varamannabekknum ef við þurfum,“ sagði Sabella.


Tengdar fréttir

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×