Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Valskonur í úrslit Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Valli Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum. Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira