Sevilla er komið í úrslit Evrópudeildar UEFA eftir ótrúlega dramatík í undanúrslitaleiknum gegn Valencia. Leikurinn fór 3-1 og Sevilla komst áfram á útivallarmarkinu.
Sevilla vann fyrri leikinn 2-0 en Valencia vann það forskot upp á aðeins 25 mínútum. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok kom þriðja markið en það þýddi að Valencia færi í úrslit.
Allt benti til þess að að Valencia væri á leið í úrslit þegar Stephane M´Bia skoraði seint í uppbótartíma.

