Ofbauð íslensk stjórnvöld og bjó til plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. maí 2014 13:30 Rapparinn Úlfur Kolka sendir frá sér pólitíska rappplötu eftir að hann fékk nóg af ástandinu hér á landi. fréttablaðið/valli „Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er anarkisti með mjög sterkar skoðanir. Ég fékk nóg af ástandinu hér á landi og ofbauð íslenskt stjórnkerfi,“ segir rapparinn Úlfur Kolka en hann hefur nú sent frá sér pólitíska rappplötu sem hann hefur unnið að síðan árið 2011. „Þetta er fyrsta pólitíska rappskífa Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku síðan árið 2002, þegar ég gaf út plötu með rappsveitinni minni Kritikal Mazz,“ bætir Úlfur við. Hann hefur að undanförnu búið erlendis og látið að sér kveða í tónlistinni ytra. „Ég er nýkominn heim en ég bjó í Los Angeles í þrjá mánuði og þar áður í sex mánuði á Spáni.“ Í Inglewood í Los Angeles bjó Úlfur og var aðallega að pródúsera og smíða takta fyrir aðra rappara, en hann hefur búið til takta og lög síðan árið 1998. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þarna úti en maður er bara duglegur að senda pósta og diska á rétta aðila til að koma sér og sínu á framfæri,“ bætir Úlfur við. Á Spáni var hann í skiptinámi en hann er einnig menntaður grafískur hönnuður. „Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið mér blað og penna í hönd. Þar með varð lagið Til hvers að kjósa? til, og fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið,“ segir Úlfur spurður út í upphafið á nýju plötunni, sem nefnist Borgaraleg óhlýðni. Hann segir plötuna vera hvassa og að hann skjóti meðal annars grimmt á útrásarvíkingana. „Ég er svo nýbúinn að stofna production-teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones, sem er einmitt í reggae-sveitinni Amaba Dama, og er fullt af skemmtilegum hlutum fram undan hjá okkur, þar á meðal mánaðarleg hipphopp-kvöld,“ segir Úlfur spurður út í framhaldið.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira