Erlent

Vígamenn IS yfir 200 þúsund

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Liðsmenn hryðjuverkasamtaka IS eru 200 þúsund að sögn Kúrda. Það er sexfalt meira en Bandaríkjamenn hafa gefið upp.

Fuad Hussein, ráðgjafi forseta Kúrda, segir að í ljósi þess hve stórt yfirráðasvæði IS sé orðið sé sú tala óhugsandi. IS hafi nú yfirráð yfir einum þriðja af Sýrlandi og berjist á að minnsta kosti tíu mismunandi svæðum hverju sinni. Samtökin séu því orðin gríðarlega fjölmenn og fari ört stækkandi þar sem auðvelt sé að kveða unga menn til herskyldu á þeim svæðum sem samtökin ráða nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×