Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Linda Blöndal skrifar 26. desember 2014 13:37 Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50