Aldrei að vita hvað gerist á sviðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 12:00 „Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigurlaug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um dagskrá tónleikanna sem hún heldur í Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi lög fyrir áhorfendur áður og hlakka mikið til.“ Mr. Silla er nafnið sem Silla notar þegar hún kemur fram ein en hún segir það ekki hafa neina karllæga merkingu. „Þetta er bara gælunafn sem vinur minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir mörgum árum og það festist við mig þannig að ég ákvað að nota það sem listamannsnafn.“ Auk sólóferilsins kemur Silla fram með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar þannig að hún hefur nóg að gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og hefur unnið töluvert við myndlist, en segir tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum samræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta skiptist töluvert á.“ Myndlistarkonan skín í gegn í búningum Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið upp úr í gegnum tíðina, en hún sé reyndar ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira