Skoða þarf skólamálin á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 14:22 Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira