Viðskipti innlent

Gjaldþrot Óla Geirs yfir 70 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Geir Jónsson.
Ólafur Geir Jónsson.
Ólafur Geir Jónsson, sem betur er þekktur sem Óli Geir, var fyrr á þessu ári úrskurðaður gjaldþrota en fram kemur í Lögbirtingablaðinu að lýstar kröfur í búið hafi numið 72,5 milljónum, en ekkert fékkst upp í kröfurnar.

Óli Geir var svo helsti forsvarsmaður Keflavík Music Festival sem mjög var til umfjöllunar síðasta sumar. Fjölmargir tónlistarmenn stukku frá borði vegna vanefnda.

Í sérstakri yfirlýsingu sem Óli Geir sendi frá sér í desember á síðasta ári sagðist hann, ásamt Pálma Þór Erlingssyni, hafa tapað öllum sínum eigum vegna hátíðarinnar.

Vísað er í sögusagnir um að hann hafi horfið af landi brott með gróðann en þessu er vísað á bug í yfirlýsingunni; hátíðin kom út í 30 milljóna króna mínus.


Tengdar fréttir

Steed Lord og Sísí Ey hætta líka við - Romero mun spila

Fleiri listamenn hafa bæst í hóp þeirra sem troða ekki upp á Keflavík Music Festival um helgina en hljómsveitirnar Steed Lord og Sísí Ey hafa báðar afboðað komu sína á hátíðina samkvæmt tilkynningum á Facebook-síðum bandanna.

Óli Geir og félagar biðjast afsökunar

Forsvarsmenn Keflavík Music Festival, þeir Óli Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis á hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim félögum þar sem þeir þakka einnig góðar viðtökur gesta á hátíðinni.

Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga.

Hyggjast gera upp Keflavik Music Festival

Umboðsmaður hljómsveitanna Skálmaldar og 1860 hefur þó enn ekkert heyrt frá forsvarsmönnum Keflavik Music Festival, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Lögreglan ánægð með Keflavík Music Festival

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Keflavík Music Festival í uppnámi

Tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Musik Festival hættu við að koma fram. Ekkert verður af tónleikum Micha Moor, sem spila átti á hátíðinni í kvöld, þar sem hann fékk enga flugmiða. Erfiðasta nótt lífs míns, segir tónleikahaldarinn Óli Geir.

KK og Bubbi hætta einnig við KMF

Enn fækkar þeim listamönnum sem koma áttu fram á Keflavík Music Festival. KK og Bubbi Morthens hafa báðir afboðað komu sína.

"Við töpuðum öllu“

"Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 miljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Outlandish hæstánægðir með KMF

Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×