Tónlist

Nýtt lag og myndband frá Hjálmum

Gunnar Leó Pálsson skrifar


„Þetta er nýtt lag eftir Steina og ákváðum við að leita í ræturnar. Þetta er svona gamaldags Hjálmalag. Mér finnst þetta geðveikt lag," segir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari Hjálma en hér að ofan má sjá og heyra nýjasta lag sveitarinnar.

Lagið heitir Lof og er lag og texti eftir Þorstein Einarsson, söngvara og gítarleikara sveitarinnar. Lagið var tekið upp í tilefni þess að sveitin fagnar tíu ára afmæli sínu í ár.

Myndbandið er tekið upp í hljóðverinu þegar að Hjálmarnir hljóðrituðu lagið og því einkar skemmtilegt að sjá sveitina leika listir sínar í góðum gír og miklum ham.

„Við stefnum á að gefa út nýtt lag á alþjóðlega Reggídaginn sem haldinn er 1. júlí," bætir Guðmundur Kristinn við.


Tengdar fréttir

Fagna tíu ára afmælinu í hljóðveri

Reggísveitin Hjálmar fagnar í ár tíu ára afmæli sínu og hefur í því tilefni í komið sér fyrir í hljóðveri. Tvö ný lög með norskum blæ líta dagsins ljós á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×