Lífið

Fatlað fólk á að geta gert það sem það vill

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hér er Steinunn á setti myndbandsins með Arnari Þór Gíslasyni, trommara Pollapönks.
Hér er Steinunn á setti myndbandsins með Arnari Þór Gíslasyni, trommara Pollapönks.
„Ég held að þetta myndband verði svakalega skemmtilegt. Allavega það sem ég gerði. Ég bíð spennt eftir að sjá það,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Hún leikur í myndbandi við Eurovision-lagið Enga fordóma með Pollapönki sem frumsýnt verður í lok vikunnar.

„Mér finnst mikilvægt að ég hafi fengið að taka þátt í þessu. Fólk er alltaf að reka sig á að það er fullt af fordómum í kringum það. Mér finnst að fatlað fólk eigi að hafa rétt á að gera það sem það langar til að gera,“ segir Steinunn, sem sjálf hefur tekið eftir fordómum frá fólki í sinn garð í gegnum tíðina.

„Já, en sem betur fer er ég fordómalaus einstaklingur.“

Steinunn er mjög ánægð með að Pollapönkarar séu fulltrúar Íslands í Eurovision í ár.

„Þeir eru yndislegir. Ég trúi á þá. Þeir eru hjartahlýir og vita hvað þeir eru að gera. Ég vona að þetta myndband kenni fólki að vera fordómalaust og ég er viss um að það vekur fólk til umhugsunar líka,“ segir Steinunn og hefur skýr skilaboð til fólksins í landinu:

„Burtu með fordóma strax!“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.