Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Brjánn Jónasson skrifar 12. mars 2014 15:48 Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega samkvæmt greinargerð landeigenda í lögbannsmáli sem ríkið hefur höfðað. Fréttablaðið/GVA Landeigendur við Geysi mótmæla harðlega lögbannskröfu ríkisins á að innheimt verði gjald af þeim sem heimsækja svæðið. Þeir vísa meðal annars til þess að írskur eigandi landsins hafi innheimt gjald fyrir að fara um svæðið fyrir um 120 árum síðan. Fjármálaráðherra krafðist þess á föstudag fyrir hönd ríkisins að sýslumaður stöðvaði fyrirhugaða gjaldtöku. Úrskurður sýslumanns er væntanlegur í dag. Rök ríkissins fyrir lögbanninu voru meðal annars þau að ríkið eigi þann hluta landsins sem goshverirnir séu á og því óeðlilegt að landeigendafélagið geti innheimt gjald fyrir aðgengi að þessari ríkiseign. Þá sé ekki sé hægt að taka ákvörðun sem þessa án samþykkis allra eigenda. Ríkið krefst þess að áfram verði tryggður óhindraður og ókeypis aðgangur almennings að svæðinu. Í greinargerð sem Landeigendafélag Geysis, sem í eru aðrir eigendur en ríkið, hefur lagt fram er þessum kröfum mótmælt. Landeigendurnir vitna meðal annars í samning um sölu á hverunum á svæðinu frá árinu 1894. Þar kemur fram að að þeim tíma hafi eigandi landsins rukkað fyrir aðgang að svæðinu. Í afsali fyrir kaupunum segir að „bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa umsjón með hverunum fyrir hæfilega borgun þegar kaupandinn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi“. Afsalið er tekið orðrétt upp í afsal fyrir kaupum ríkisins á landinu árið 1935, og byggja landeigendur meðal annars á því að þeir eigi sama rétt og bóndinn í Haukadal átti fyrir 120 árum síðan um að selja aðgang að svæðinu. Deilan um Geysissvæðið hefur staðið yfir árum saman. Ríkið á um 34 prósenta hlut jarðarinnar innan girðingar, en átta aðrir eigendur deila með sér 64 prósentum. Þeir hafa stofnað með sér Landeigendafélag Geysis. Landeigendur segja löngu ljóst að landið við Geysi sé afar illa farið vegna ágangs ferðamanna. Brýnt sé að bæta aðstöðu á svæðinu og stýra umferð. Í greinargerð þeirra segja að þeir hafi enga sjóði til að nota til að standa straum af milljóna kostnaði við slíkt, og því sé eina leiðin að hefja gjaldtöku. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðherra segir að ríkið hafi boðist til þess fyrir mánuði síðan að ráðast í og greiða tugi milljóna króna fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að vernda svæðið og kosta rekstur þess. Þar segir að félag landeigenda hafi ekki svarað því tilboði. Í greinargerð landeigendafélagsins er vísað til þess að íslenska ríkið selji þegar aðgang að ferðamannastöðum annarsstaðar á landinu. Til dæmis sé innheimt gjald af þeim sem kafi í Silfru á Þingvöllum, og í útboði á rekstri Vatnshellis á Snæfellsnesi segir að tryggja eigi að almenningur geti notið hellisins gegn hæfilegu gjaldi, sem mun vera 2.000 krónur.Landeigendur vitna í Sigmund Davíð Meðal þess sem landeigendur á Geysissvæðinu vísa til í greinargerð vegna lögbannskröfu ríkisins er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Bylgjunni í janúar. Þar sagði Sigmundur, spurður um fyrirhugaða gjaldtöku við Geysi: „Ja, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Maður þekkir það á ferðum sínum erlendis að það er rukkað inn á staði sem eru mun síður merkilegri en Geysir.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landeigendur við Geysi mótmæla harðlega lögbannskröfu ríkisins á að innheimt verði gjald af þeim sem heimsækja svæðið. Þeir vísa meðal annars til þess að írskur eigandi landsins hafi innheimt gjald fyrir að fara um svæðið fyrir um 120 árum síðan. Fjármálaráðherra krafðist þess á föstudag fyrir hönd ríkisins að sýslumaður stöðvaði fyrirhugaða gjaldtöku. Úrskurður sýslumanns er væntanlegur í dag. Rök ríkissins fyrir lögbanninu voru meðal annars þau að ríkið eigi þann hluta landsins sem goshverirnir séu á og því óeðlilegt að landeigendafélagið geti innheimt gjald fyrir aðgengi að þessari ríkiseign. Þá sé ekki sé hægt að taka ákvörðun sem þessa án samþykkis allra eigenda. Ríkið krefst þess að áfram verði tryggður óhindraður og ókeypis aðgangur almennings að svæðinu. Í greinargerð sem Landeigendafélag Geysis, sem í eru aðrir eigendur en ríkið, hefur lagt fram er þessum kröfum mótmælt. Landeigendurnir vitna meðal annars í samning um sölu á hverunum á svæðinu frá árinu 1894. Þar kemur fram að að þeim tíma hafi eigandi landsins rukkað fyrir aðgang að svæðinu. Í afsali fyrir kaupunum segir að „bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa umsjón með hverunum fyrir hæfilega borgun þegar kaupandinn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi“. Afsalið er tekið orðrétt upp í afsal fyrir kaupum ríkisins á landinu árið 1935, og byggja landeigendur meðal annars á því að þeir eigi sama rétt og bóndinn í Haukadal átti fyrir 120 árum síðan um að selja aðgang að svæðinu. Deilan um Geysissvæðið hefur staðið yfir árum saman. Ríkið á um 34 prósenta hlut jarðarinnar innan girðingar, en átta aðrir eigendur deila með sér 64 prósentum. Þeir hafa stofnað með sér Landeigendafélag Geysis. Landeigendur segja löngu ljóst að landið við Geysi sé afar illa farið vegna ágangs ferðamanna. Brýnt sé að bæta aðstöðu á svæðinu og stýra umferð. Í greinargerð þeirra segja að þeir hafi enga sjóði til að nota til að standa straum af milljóna kostnaði við slíkt, og því sé eina leiðin að hefja gjaldtöku. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðherra segir að ríkið hafi boðist til þess fyrir mánuði síðan að ráðast í og greiða tugi milljóna króna fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að vernda svæðið og kosta rekstur þess. Þar segir að félag landeigenda hafi ekki svarað því tilboði. Í greinargerð landeigendafélagsins er vísað til þess að íslenska ríkið selji þegar aðgang að ferðamannastöðum annarsstaðar á landinu. Til dæmis sé innheimt gjald af þeim sem kafi í Silfru á Þingvöllum, og í útboði á rekstri Vatnshellis á Snæfellsnesi segir að tryggja eigi að almenningur geti notið hellisins gegn hæfilegu gjaldi, sem mun vera 2.000 krónur.Landeigendur vitna í Sigmund Davíð Meðal þess sem landeigendur á Geysissvæðinu vísa til í greinargerð vegna lögbannskröfu ríkisins er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Bylgjunni í janúar. Þar sagði Sigmundur, spurður um fyrirhugaða gjaldtöku við Geysi: „Ja, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Maður þekkir það á ferðum sínum erlendis að það er rukkað inn á staði sem eru mun síður merkilegri en Geysir.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira