Lífið

Mikilvægt að stunda kynlif með sjálfum sér

Kolbrún Björnsdóttir skrifar
Kynlífið er mikilvægur partur í góðum samböndum og því betra sem sambandið er, því betra er kynlífið. En hvað um þá sem eru ekki í samböndum? Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, er einn gesta í næsta þætti Kollu sem fjallar um sambönd. Eftir upptöku á þættinum héldum við aðeins áfram eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þar talar Ragnheiður meðal annars um mikilvægi þess að stunda kynlíf með sjálfum sér.

Þátturinn sjálfur er svo á dagskrá kl. 20:30 á miðvikudag. Þar fara Ragnheiður og Kári Eyþórsson, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, yfir það hvað við getum gert til að bæta sambandið við maka okkar og raunar einnig hvað er líklegt til að gera það verra. Þá deila þrjú pör sinni reynslu, meðal annars hvað það er sem heldur þeirra samböndum góðum og hvernig þau leysa úr ágreiningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.