Lífið

Höfrungar stálu senunni á brimbrettamóti

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Höfrungarnir syntu í öldunum á brimbrettamótinu. Hér má sjá umfjöllun Skynews um málið.
Höfrungarnir syntu í öldunum á brimbrettamótinu. Hér má sjá umfjöllun Skynews um málið.
Höfrungar stálu senunni á Rincon Classic brimbrettamótinu sem fór fram í Kaliforníu á sunnudaginn.

Höfrungarnir tóku nánast þátt í keppninni með því að synda með öldum sem brimbrettakappar renndu sér á. Hundruðir gesta glöddust við að sjá höfrungana. Þeir eru algengir á svæðinu sem keppnin fer fram á, en nálgast sjaldan brimbrettakappa. Að sögn gesta voru að minnsta kosti tólf höfrungar á svæðinu.

Hluti gjörnings höfrunganna náðist á myndband sem sjá má hér að neðan.

Rincon Classic mótið hefur verið haldið síðan 1979. Mótið er haldið í janúar eða febrúar hvert ár og er veðurspá látin skera úr um hvenær nákvæmlega mótið er haldið, því hagstætt þykir að hafa öldurnar sem öflugastar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.