Lífið

Foreldrar finna bréf látinnar dóttur sinnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Taylor Smith, tólf ára, skrifaði sjálfri sér bréf í apríl í fyrra, setti það í kassa í herberginu sínu með orðsendingu um að hún mætti ekki lesa bréfið aftur fyrr en 12. apríl árið 2023.

Taylor lést úr lungnabólgu nokkrum mánuðum eftir að hún skrifaði bréfið en foreldrar hennar, Tim og Mary Ellen Smith, fundu það þegar þeir fóru í gegnum föggur hennar.

Tim og Mary Ellen ákváðu að birta bréfið á netinu í von um að gefa öðrum von. Í bréfinu óskar Taylor sjálfri sér til hamingju með að útskrifast úr miðskóla. Þá segist hún ætla að halda áfram að vera kristin og horfa á mikið af sjónvarpsþáttunum Doctor Who.

Bréfið.
Foreldrar hennar vilja sýna heiminum hve ástúðleg og vongóð Taylor var á meðan hún lifði.

„Ég get ekki fengið hana til baka en ég er svo þakklát að fólk sækir innblástur í sögu hennar,“ segir Mary Ellen.

Visit NBCNews.com for breaking news, world news, and news about the economy






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.