Lífið

Leikhúsið skreytt með pöddum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikhúsið.
Leikhúsið. Vísir/Einkasafn
Leikhópurinn Vesturport frumsýnir Hamskiptin 28. janúar í Royal Alexandra-leikhúsinu í Toronto í Kanada og verða sýningar fram til 10. mars.

Björn Thors, Unnur Ösp, Edda Arnljótsdóttir, Tom Mannion og Víkingur Kristjánsson leika í sýningunni en markaðsdeild leikhússins er búin að skreyta leikhúsið með kakkalökkum í anda sýningarinnar.

Miðasala fer vel af stað, segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri. „Nú þegar er búið að selja yfir fjörutíu þúsund miða.“

Stórar pöddur prýða leikhúsið.Vísir/Einkasafn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.